Vill senda úkraínska slökkviliðsmenn til Los Angeles

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Daniel Roland

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur tilkynnt innviðaráðherra sínum að undirbúa að senda úkraínska slökkviliðsmenn til Los Angeles-borgar til þess að hjálpa til við að berjast við eldana sem þar geisa.

„Ástandið þar er afar erfitt og Úkraínumenn geta hjálpað Bandaríkjamönnum að bjarga mannslífum,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlinum X.

Segir hann að þegar séu 150 úkraínskir slökkviliðsmenn tilbúnir til fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert