Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn að senda handsamaða hermenn Norður-Kóreu til síns heima í skiptum fyrir að úkraínskir hermenn í haldi Rússa yrðu sendir heim til Úkraínu.
Yfirvöld í Úkraínu tilkynntu í gær að her landsins hefði handtekið tvo særða norðurkóreska hermenn sem hefðu barist gegn úkraínskum hersveitum í Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Leyniþjónusta Suður-Kóreu staðfesti í dag við AFP-fréttaveituna að Úkraínumenn hefðu fangað tvo norðurkóreska hermenn þann 9. janúar.
„Úkraína er reiðubúin til þess að afhenda hermenn Kim Jong Un til hans ef hann getur skipulagt fangaskipti fyrir hermenn okkar sem eru í haldi í Rússlandi,“ skrifaði Selenskí á X.
Hvorki rússnesk né norðurkóresk stjórnvöld hafa viðurkennt að Norður-Kóreumenn hafi verið sendir til að berjast gegn Úkraínu.
In addition to the first captured soldiers from North Korea, there will undoubtedly be more. It’s only a matter of time before our troops manage to capture others. There should be no doubt left in the world that the Russian army is dependent on military assistance from North… pic.twitter.com/4RyCfUoHoC
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 12, 2025