Búa sig undir frekari eyðileggingu

Slökkviliðsmenn við störf í í hæðum Mandeville Canyon.
Slökkviliðsmenn við störf í í hæðum Mandeville Canyon. AFP

Íbúar Los Angeles búa sig undir frekari eyðileggingu þar sem veðurspár gefa til kynna að bæta eigi töluvert í vind og þar með gætu gróðureldarnir sem hafa geisað í eina viku magnast enn frekar.

Bú­ist er við að vind­hraði nái há­marki í dag en þá get­ur hann náð allt að 35 m/​s. Veður­spár gera ráð fyr­ir því að vind­hraðinn verði mest­ur á háfjöll­um Ventura, sem eru í um 50 kíló­metra akst­urs­fjar­lægð frá stærstu eld­un­um.

Þrír eldar halda áfram að loga. Sá stærsti, Palisades-eldurinn, hefur brennt meira en 23.000 hektara.

Að minnsta kosti 24 hafa látist í eldunum og 23 annarra er saknað á Eaton og Palisades-eldsvæðunum. Talið er að 12 þúsund hús og byggingar hafa orðið eldunum að bráð og 92 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óttast er að tala látinna muni hækka þegar leitar- og björgunarmenn skoða rústir á svæðinu með leitarhundum.

Í gærkvöld greindu yfirvöld frá því að búið væri að handaka níu manns fyrir rán og einn fyrir íkveikju.

Þyrlur eru óspart notaðar til að hefta gróðureldana.
Þyrlur eru óspart notaðar til að hefta gróðureldana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert