Norsku konungshjónin verða bæði með gangráð frá fimmtudegi

Norsku konungshjónin Haraldur og Sonja verða bæði komin með gangráð …
Norsku konungshjónin Haraldur og Sonja verða bæði komin með gangráð fyrir helgi, konungur fékk sinn í mars í fyrra í kjölfar alvarlegra veikinda sem hófust í Malasíu, en drottning fær gangráð á fimmtudaginn eftir að hafa fengið gáttatif um helgina. AFP/Terje Pedersen

Í Sonju Nor­egs­drottn­ingu verður senn grædd­ur hjarta­gangráður í kjöl­far gáttatifs sem hún fékk í skíðaferð til Lillehammer um helg­ina. Var drottn­ing lögð inn á sjúkra­hús um helg­ina og út­skrifuð heim eft­ir ít­ar­lega skoðun. Har­ald­ur kon­ung­ur fékk gangráð í aðgerð í mars í fyrra.

Á fimmtu­dag­inn gengst hún und­ir skurðaðgerð á Rík­is­sjúkra­hús­inu í Ósló þar sem var­an­leg­um gangráði verður komið fyr­ir í brjóst­holi henn­ar og mun drottn­ing, sem er 87 ára göm­ul, liggja á sjúkra­hús­inu í einn til tvo daga á eft­ir á meðan hún jafn­ar sig. Har­ald­ur er einnig 87 ára, fædd­ur 21. fe­brú­ar 1937, og hafa hjón­in þar með fengið gangráð á sama ald­ursári sínu.

Ein­föld aðgerð og hættu­lít­il

„Ástandið er ekki talið al­var­legt og drottn­ing er við góða heilsu eft­ir at­vik­um,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu frá norsku kon­ungs­höll­inni eft­ir inn­lögn drottn­ing­ar á laug­ar­dag­inn.

Ole Christian Mjølstad, yf­ir­lækn­ir við St. Olavs-sjúkra­húsið í Þránd­heimi, seg­ir í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK að gangráður sé ekki al­geng ráðstöf­un í kjöl­far gáttatifs (e. at­rial fibrillati­on).

„Gáttatif er hjart­slátt­ar­trufl­un sem í sum­um til­fell­um teng­ist lágri hjart­slátt­artíðni, ým­ist vegna hjarta­áfalls eða í kjöl­far þess. Í slík­um til­fell­um get­ur gangráður reynst nauðsyn­leg­ur til að koma reglu á hjart­slátt­artíðnina,“ seg­ir Mjølstad og bæt­ir því við að aðgerðin sé ein­föld og henni fylgi tak­mörkuð áhætta.

Ástand Har­ald­ar kon­ungs var hins veg­ar al­var­legt þegar hann veikt­ist hast­ar­lega í Malas­íu í fe­brú­ar í fyrra og var þar lagður inn á sjúkra­hús sem hann lofaði í há­stert. Norski her­inn tók að sér að flytja kon­ung heim þar sem hann gekkst und­ir aðgerð í mars og fékk sinn gangráð.

NRK

VG

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka