Lögreglan grípur til aðgerða í Vínarborg

Fjölmenni mun taka þátt í Vínardansleikjunum en sá frægasti af …
Fjölmenni mun taka þátt í Vínardansleikjunum en sá frægasti af þeim fer fram í óperuhúsi borgarinnar í lok febrúar. Ljósmynd/Colourbox

Lög­regl­an í Vín í Aust­ur­ríki seg­ir að hún hafi gripið til fyr­ir­byggj­andi aðgerða til að vernda tugþúsund­ir gesta sem munu taka þátt í Vín­ar­dans­leikj­un­um vin­sælu. Lög­regl­an ger­ir þetta eft­ir hót­an­ir íslamskra víga­manna um að gera árás­ir vítt og breitt um Evr­ópu.

Mik­ill viðbúnaður hef­ur verið í Aust­ur­ríki frá því í októ­ber 2023 og hafa yf­ir­völd hert ör­yggis­viðbúnað, þá aðallega í kring­um fjöl­menna viðburði.

Hóta árás­um

Hóp­ar sem tengj­ast Ríki íslams hafa hvatt víga­menn til árása víða um heim. Einn hóp­ur nefndi sér­stak­lega Vín­ar­dans­leik­ina sem ná hápunkti nú í janú­ar og fe­brú­ar. Einnig hafa hóp­arn­ir talað um að gera árás­ir á aðra viðburði í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um að sögn lög­regl­unn­ar í Vín­ar­borg.

Mörg hundruð dans­leik­ir fara fram í aust­ur­rísku höfuðborg­inni yfir vetr­ar­tím­ann. Sá fræg­asti fer fram í óperu­hús­inu 27. fe­brú­ar.

Vilja tryggja ör­yggi íbúa og gesta

Lög­regl­an tek­ur fram að þrátt fyr­ir að ekk­ert liggi fyr­ir um yf­ir­vof­andi árás þá hafi hún gripið til aðgerða til að tryggja ör­yggi al­menn­ings og draga úr mögu­legri ógn.

„Lög­regl­an í Vín­ar­borg býst við að tugþúsund­ir gesta muni njóta Vín­ar­dans­leikj­anna og finna fyr­ir ör­yggi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá lög­regl­unni.

Aft­ur á móti er ekk­ert tekið fram um það hvers kon­ar aðgerða hafi verið gripið til.

Bys­sumaður myrti fjóra í Vín 2020

Lög­reglu­mönn­um á göt­um úti var fjölgað í kjöl­far mann­skæðrar árás­ar sem var gerð á jóla­markað í Mag­deburg í Þýskalandi í des­em­ber. Þar lét­ust sex og mörg hundruð særðust.

Árið 2020 myrti bys­sumaður, sem var stuðnings­maður Rík­is íslams, fjóra ein­stak­linga í miðborg Vín­ar­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert