Flaug Bezos á sporbaug

Glenn hinn nýi hefur sig á loft frá Canaveral-höfða í …
Glenn hinn nýi hefur sig á loft frá Canaveral-höfða í morgun, um niðdimma nótt að staðartíma þar sem klukkan var 02:03 við skot. AFP/Gregg Newton

New Glenn, geim­flaug fyr­ir­tæk­is banda­ríska auðkýf­ings­ins og Amazon-upp­hafs­manns­ins Jeffs Bezos, Blue Orig­in, hófst á loft frá Cana­ver­al-höfða í Flórída í Banda­ríkj­un­um klukk­an 02:03 að staðar­tíma í nótt, 07:03 að ís­lensk­um, eft­ir fyrri frest­un skots­ins sem gekk nú að ósk­um, en átti raun­ar að fara fram á mánu­dag­inn.

Komst flaug­in á spor­baug eft­ir að hafa þotið gegn­um Karm­an-mörk­in svo­kölluðu þar sem loft­mæri and­rúms­lofts jarðar og geims­ins liggja sam­kvæmt alþjóðlegri skil­grein­ingu og skömmu síðar til­kynnti Blue Orig­in á sam­fé­lags­miðlin­um X að New Glenn væri á spor­baug um plán­et­una.

Flaugin lýsir upp næturhimininn við gríðarlegan fögnuð viðstaddra áhorfenda sem …
Flaug­in lýs­ir upp næt­ur­him­in­inn við gríðarleg­an fögnuð viðstaddra áhorf­enda sem voru þó nokkr­ir. AFP/​Migu­el J. Rodrígu­ez Carillo

Geim­ferðaáætl­un Bezos er í harðri sam­keppni við til­raun­ir Tesla-kóngs­ins Elons Musks til að fram­kvæma geim­skot á veg­um fyr­ir­tæk­is síns SpaceX og var erkikeppi­naut­ur­inn Musk einna fyrst­ur manna til að stíga fram með ham­ingjuósk­ir í garð Bezos í kjöl­far geim­skots­ins vellukkaða, en svo vill til að Musk er eini maður ver­ald­ar með þykk­ara seðlaveski en Bezos, ef marka má millj­arðamær­inga­tal tíma­rits­ins For­bes. Þriðja sætið verm­ir svo Face­book-kvöðull­inn Mark Zucker­berg.

Lend­ing á flot­dróna

New Glenn-flaug­in er 98 metr­ar að lengd og vís­ar nafnið til banda­ríska geim­far­ans Johns Glenns. Nú bíður það verk­efni tækniliðs Blue Orig­in að lenda fyrsta skotþrepi New Glenn á flot­dróna, fjar­stýrðu sjóf­ari, á Atlants­haf­inu, en það var ein­mitt mik­il öldu­hæð sjáv­ar sem gerði það að verk­um að Blue Orig­in frestaði skot­inu svo lend­ing fyrsta þreps­ins gengi frek­ar að ósk­um.

Jeff Bezos, stofnandi Blue Origin, heldur erindi á DealBook-ráðstefnunni í …
Jeff Bezos, stofn­andi Blue Orig­in, held­ur er­indi á Deal­Book-ráðstefn­unni í New York í des­em­ber. AFP/​Michael M. Santiago

Smáfarið Blue Ring, hvers smíði banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið fjár­magnaði og bundn­ar eru von­ir við að ferðist ein­hvern tím­ann eitt síns liðs um sól­kerfið, held­ur kyrru fyr­ir um borð í New Glenn í þessu til­rauna­flugi sem gert er ráð fyr­ir að standi í sex klukku­stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert