Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann

AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur staðfest lög sem banna sam­fé­lags­miðil­inn TikT­ok í Banda­ríkj­un­um. 

Þetta þýðir að frá og með 19. janú­ar verði um 170 millj­ón not­end­um í Banda­ríkj­un­um að öll­um lík­ind­um meinaður aðgang­ur að for­rit­inu. 

Hæstirétt­ur seg­ir að ný lög­gjöf banda­rískra stjórn­valda brjóti ekki í bága við tján­ing­ar­frelsið og að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hafi sýnt fram á raun­veru­lega ógn gegn þjóðarör­yggi gagn­vart kín­versku fyr­ir­tæki sem á miðil­inn. 

Þetta er mikið högg fyr­ir eig­end­ur TikT­ok sem áfrýjuðu mál­inu til hæsta­rétt­ar í lok síðasta árs. En mark­miðið var að stöðva fram­gang laga sem skylda kín­verskt móður­fé­lag fyr­ir­tæk­is­ins, ByteD­ance, að losa sig við TikT­ok-appið fyr­ir 19. janú­ar ell­egar sæta banni í Banda­ríkj­un­um.

Lög­in voru sett í apríl í fyrra und­ir því yf­ir­skini að gagnaaðgang­ur kín­verska móður­fé­lags­ins um banda­ríska not­end­ur þyki ógna þjóðarör­yggi lands­ins.

Áður höfðu dóm­stól­ar vísað á bug þeim rök­semd­um TikT­ok að laga­setn­ing­in bryti m.a. gegn mál­frelsi og ger­ir miðill­inn kröfu um að Hæstirétt­ur fresti bann­inu á meðan áfrýj­un­in er til meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert