Áforma fjöldahandtökur innflytjenda í næstu viku

Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Til stendur að framkvæma fjöldahandtökur á ólöglegum innflytjendum víðs vegar um Bandaríkin á þriðjudag að því er Tom Homan, sem stýra mun landamæraeftirlitinu í nýrri ríkisstjórn Donalds Trumps, sagði í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News.

Þessi ráðstöfun verður á meðal þeirra fyrstu sem Trump lætur framkvæma og stendur þar með við loforð sitt í kosningabaráttunni um að vísa milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Trump sest á ný í forsetastól í Washington á mánudaginn.

Ummæli Homans komu til að bregðast við fréttum í Walll Streat Journal og fleiri bandarískum miðlum um að ný ríkisstjórn Trumps hygðist gera „innflytjendaárás“ í Chicago frá og með næsta þriðjudegi.

„Það verður mikil áhlaup um allt landið. Chicago er bara einn af mörgum stöðum,“ sagði Homan í viðtalinu á Fox News en hann er fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tollaeftirlitsins í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka