Bretar hafa bannað innflutning á lifandi dýrum og kjöti frá Þýskalandi í viðleitni til að stöðva útbreiðslu gin- og klaufaveiki eftir að veiran greindist í vatnabufflahjörð nálægt Berlín.
Financial Times greinir frá en þar segir að breska ríkisstjórnin hafi bannað innflutning á nautgripum, svínum, sauðfé og afurðum þeirra og hvetur búfjárhaldara til að vera vakandi fyrir einkennum sjúkdómsins.
Engin tilvik hafa greinst í Bretlandi en ríkisstjórnin hefur heitið því að gera allt sem þarf til að vernda bændur, þar á meðal með því að banna innflutning frá öðrum löndum ef sjúkdómurinn breiðist út.
Gin- og klaufaveiki er mjög smitandi veirusjúkdómur sem getur breiðst hratt út í gegnum búfé. Árið 2001 greindist sjúkdómurinn í Bretlandi sem leiddi til þess að 6,5 milljónir sýktra dýra drápust.
Gin- og klaufaveiki getur breiðst út á milli lifandi dýra í náinni snertingu hvert við annað, frá dýrum sem borða mat eða komast í snertingu við dauð dýr sem hafa verið sýkt af veirunni, eða frá mengun í umhverfinu.