Fjórir féllu í árás Rússa á Kænugarð

Lögreglumaður skoðar gíg í húsagarði íbúðarhúss eftir eldflaugaárásir Rússa á …
Lögreglumaður skoðar gíg í húsagarði íbúðarhúss eftir eldflaugaárásir Rússa á Kænugarð í nótt. AFP

Fjórir létu lífið í árás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í árás sem utanríkisráðherra Úkraínu kallaði svívirðilega árás með eldflaugum.

Í það minnsta þrír til viðbótar særðust í árásinni. Kænugarður er oft skotmark rússneskra dróna og eldflauga en dauðsföll eru afar sjaldgæf í höfuðborginni, sem er vel vernduð með loftvarnarkerfum og er betur í stakk búin að verjast árásum en annars staðar í landinu.

„Þetta er enn enn sönnum þess að Pútin vill stríð en ekki frið,“ segir Andrí Si­bíha, utanríkisráðherra Úkraínu á samfélagsmiðlum.

Rússar skutu á fjórða tug dróna og fjórum eldflaugum á höfuðborgina að sögn flughers Úkraínu en úkraínskum loftvarnarsveitum tókst að skjóta niður tvær eldflaugar og 24 dróna.

Árás Rússa var gerð á sama tíma og Úkraínumenn hafa aukið loftárásir sínar á orku- og hervirki Rússa á undanförnum mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert