Tveir hætaréttardómarar voru skotnir til bana og einn særðist í banatilræði í Tehran, höfuðborg Írans, í dag.
Árásin var framin fyrir utan byggingu Hæstaréttar. Árásarmaðurinn tók eigið líf eftir árásina.
Dómararnir hétu Ali Razini og Mohammad Moghisseh. Þeir voru 68 og 71 árs.
Tildrög árásarinnar eru ekki ljós, en málið er í rannsókn.