90 Palestínumönnum sleppt úr fangelsi

Vopna­hlé milli Ísra­el og Ham­as hófst klukk­an 9.15 að ís­lensk­um …
Vopna­hlé milli Ísra­el og Ham­as hófst klukk­an 9.15 að ís­lensk­um tíma. AFP/Eyad Baba

Í vopna­hlés­sam­komu­lag­ milli Ísrael og Hamas er kveðið á um að fyrir hvern ísraelskan gísl sem sleppt er verði 30 palestínskir ​​fangar lausir úr ísraelskum fangelsum – og að 90 föngum skuli síðan sleppt í dag.

Þetta segir í yfirlýsingu frá Hamas. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Hamas-liðar bíða eftir því að Ísraelar birti nafnalista yfir þá palestínsku fanga sem sleppa á í dag.

Á níundatímanum í morgun tilkynntu Hamas-samtökin hvaða gílsum yrði sleppt úr haldi í dag. Gíslarnir eru þrjár ungar konur, þær Romi Gon­en, Em­ily Dam­ari og Doron Stein­brecher. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert