TikTok bannað í Bandaríkjunum

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 …
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 daga. Samsett mynd/AFP

TikT­ok af­tengdi aðgang not­enda sinna í Banda­ríkj­un­um seint í gær­kvöld, skömmu áður en lands­bundið bann við for­rit­inu átti að taka gildi.

„Lög sem banna TikT­ok hafa verið sett í Banda­ríkj­un­um,“ sagði í skila­boðum til not­enda en um 170 millj­ón­um TikT­ok-not­enda í Banda­ríkj­un­um er nú meinaður aðgang­ur að for­rit­inu.

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, íhug­ar að fresta bann­inu um 90 daga, þó ekki fyrr en eft­ir að hann tek­ur við embætti á morg­un. Eft­ir að hafa rætt TikT­ok við Xi Jin­ping, for­seta Kína, sagði Trump við NBC News í gær að hann gæti virkjað 90 daga frest eft­ir að hann tæki við embætti for­seta.

„Ég held að það væri vissu­lega val­kost­ur sem við skoðum. 90 daga fram­leng­ing er eitt­hvað sem lík­leg­ast verður gert, því það er viðeig­andi. Ef ég ákveð að gera það mun ég lík­lega til­kynna það á mánu­dag­inn,“ sagði Trump.

Eft­ir margra mánaða laga­deil­ur staðfesti Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna á föstu­dag­inn lög sem banna TikT­ok í land­inu. Var kín­verska móður­fé­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, ByteD­ance, gert að selja miðil­inn ell­egar sæta banni í Banda­ríkj­un­um frá 19. janú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert