„Úr fjötrum og til frelsis“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir gíslana hafa gengið í gegnum …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir gíslana hafa gengið í gegnum hræðilega þrautagöngu. Samsett mynd/AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir gíslana sem sleppt var í dag hafa gengið í gegnum hræðilega þrautagöngu.

„Ég veit að við vitum öll að gíslarnir hafa gengið í gegnum helvíti á jörðu. Nú stíga þeir út úr myrkrinu og inn í ljósið - úr fjötrum og til frelsis,“ segir hann.

Tugum palestínskra fanga sleppt

Ísraelsmenn sleppa tugum palestínskra fanga einnig.

Vopnahléssamningurinn gerir ráð fyrir því að fyrir hvern gísl sem Hamas-hryðjuverkasamtökin sleppi verði 30 palestínskum föngum sleppt á móti frá Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert