Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli

Eldur kviknaði að næturlagi á elliheimilinu.
Eldur kviknaði að næturlagi á elliheimilinu. AFP/Andrej Isakovic

Átta eru látn­ir og sjö slasaðir eft­ir elds­voða á hjúkr­un­ar­heim­ili í útjaðri Belgrad, höfuðborg­ar Serbíu.

Lög­regla á svæðinu seg­ir um 30 manns hafa verið inni í hús­inu þegar eld­ur kviknaði um klukk­an hálf fjög­ur um nótt­ina á staðar­tíma.

Skjót viðbrögð slökkviliðs

Þá seg­ir lög­regl­an slökkviliðsmenn hafa brugðist skjótt við, þrátt fyr­ir af­skekkta staðsetn­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins, og slökkt eld­inn.

Hinir slösuðu voru flutt­ir á her­sjúkra­húsið í Belgrad.

Á myndinni má sjá konu flutta af elliheimilinu í kjölfar …
Á mynd­inni má sjá konu flutta af elli­heim­il­inu í kjöl­far elds­ins. AFP/​Andrej Isa­kovic

„Því miður týndu átta ein­stak­ling­ar lífi sínu í elds­voðanum. Ég verð að segja að viðbragðsaðilar brugðust mjög skjótt við og tókst að bjarga, eða rétt­ara sagt flytja, 13 manns,“ sagði Nem­anja Starovic at­vinnu­vegaráðherra við fjöl­miðla á svæðinu.

„Ég vil votta fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna mín­ar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Starovic og bætti við að rann­sókn á mál­inu væri haf­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert