Biden náðar fyrir fram

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti kveðjuræðu sína áður en hann lét …
Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti kveðjuræðu sína áður en hann lét af embætti í dag og náðaði fjölda ættingja sinna. AFP

Frá­far­andi Banda­ríkja­for­set­inn Joe Biden neytti fær­is fyr­ir brott­hvarf sitt úr embætti í dag og náðaði ýmsa ætt­ingja sína og maka þeirra fyr­ir fram, ef til þess kæmi að póli­tísk­ar of­sókn­ir óvild­ar­manna kæmu Biden-fjöl­skyld­unni síðar í koll sem ákær­ur, jafn­vel dóm­ar.

Framtíðarnáðana þess­ara njóta James Biden, bróðir for­set­ans frá­far­andi, og hans eig­in­kona, Sara Jo­nes Biden, Val­erie Biden, syst­ir Joes, og maður henn­ar John Owens auk bróður for­set­ans fyrr­ver­andi, Franc­is Biden.

Aðrir and­stæðing­ar inn­an­búðar

Af öðrum en eig­in skyld­menn­um sem náðanir Bidens taka til eru Ant­hony Fauci, sótt­varna­lækn­ir lands­ins í heims­far­aldr­in­um minn­is­stæða, sem lenti mjög upp á kant við Don­ald Trump, en kunn er sú hót­un þess síðar­nefnda að ná sér niðri á rann­sókn­ar­nefnd þings­ins um árás­ina á Capitol Hill á þrett­ánd­an­um 2020 og „öðrum and­stæðing­um inn­an­búðar“ (e. „ot­her enemies from wit­hin“).

Lét Biden þau orð falla í dag að þjóðin ætti í mik­illi þakk­ar­skuld við Fauci og rann­sókn­ar­nefnd­ina fyr­ir ósér­hlífni þeirra.

„Fjöl­skylda mín hef­ur mátt sæta mis­kunn­ar­laus­um árás­um og hót­un­um sem ein­göngu eru drifn­ar þeim hvata að skaða mig,“ sagði Biden und­ir lok embætt­istíðar sinn­ar er hann rök­studdi gjörðir sín­ar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert