Trump sver embættiseið í dag

Donald Trump sver í dag embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. Athöfnin fer fer fram í þinghúsinu þar sem mjög kalt er í veðri, en venjan er að athöfnin fari fram utanhúss.

Trump hefur heitið því að skrifa undir fjölda forsetatilskipana um leið og hann kemst til valda í Hvíta húsinu, en í kosningabaráttunni sagðist hann ætla að skrifa undir 100 tilskipanir strax á fyrsta degi sínum í embætti.

Trump sver embættiseið í dag sem 47. forseti Bandaríkjanna.
Trump sver embættiseið í dag sem 47. forseti Bandaríkjanna. AFP/Jim Watson

Meðal annars hefur hann sagst ætla að hefja umfangsmikinn brottflutning ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum.

„Ég mun vinna á ótrúlegum hraða og styrk við að lagfæra allar þá krísur sem þjóð okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Trump við fylgismenn sína. Þá myndi hann fella úr gildi fjölda tilskipana Joe Biden, forvera síns. Það þyrfti að koma Bandaríkjunum á rétta braut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert