Gerðu árás á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum

Sex fórust í árásinni.
Sex fórust í árásinni. AFP

Ísraelsher drap í dag sex Palestínumenn í árás á Jenín-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum, að sögn heilbrigðisyfirvalda Palestínu sem eru undir stjórn Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Að sögn heilbrigðisstarfsmanna særðust 35 í árásinni sem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði vera til þess fallna „að uppræta hryðjuverkastarfsemi“ í flóttamannabúðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert