Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun sjá eftir Bandaríkjunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að landið ætli að segja skilið við stofnunina.
Hefur hann ritað undir forsetatilskipun þess efnis. Hefur hann gagnrýnt stofnunina harðlega fyrir að hafa ekki náð utan um kórónuveirufaraldurinn.
„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin harmar þá ákvörðun að Bandaríkin ætli sér að ganga úr stofnuninni,“ segir Tarik Jasarevic, talsmaður WHO.
Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að styðja við WHO í kjölfar yfirlýsingar Trumps.
„Hlutverk WHO ætti aðeins að styrkja, ekki veikja,“ segir talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Guo Jiakun.
„Kína mun ávallt styðja WHO við að framfylgja skyldum sínum og vinna að því að byggja upp sameiginlegt samfélag fyrir heilbrigði mannkynsins.“