Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda

Eldarnir, sem hófust 7. janúar, hafa eyðilagt gríðarstórt landsvæði, um …
Eldarnir, sem hófust 7. janúar, hafa eyðilagt gríðarstórt landsvæði, um 16.000 hektara, á Los Angeles-svæðinu. AFP/Josh Edelson

Mikl­ar vind­hviður ógna ör­yggi íbúa í Los Ang­eles. Veður­fræðing­ar vöruðu al­menn­ing við „mjög al­var­legri“ hættu á svæði sem þegar hef­ur þurft að þola gríðarlega eyðilegg­ingu vegna mik­illa elda.

Eld­arn­ir, sem hóf­ust 7. janú­ar, hafa eyðilagt gríðar­stórt landsvæði, um 16.000 hekt­ara, á Los Ang­eles-svæðinu og hafa að minnsta kosti 27 manns far­ist.

Búin und­ir það versta

Mikl­ir vind­ar, sem sums staðar hafa náð allt að 142 kíló­metra hraða á klukku­stund, á landsvæði sem er virki­lega þurrt fyr­ir, eiga á hættu að leiða til frek­ari elda, sem muni þá breiðast hratt út.

„Við bú­umst við því að þetta muni halda áfram að skapa mjög al­var­leg veður­skil­yrði til elds á svæðinu,“ sagði Ariel Cohen hjá Veður­stofu Banda­ríkj­anna (Nati­onal We­ather Service, NWS) við fjöl­miðil­inn AFP.

„All­ir eld­ar sem mynd­ast gætu vaxið á ógn­ar­hraða og því er þetta sér­stak­lega hættu­legt ástand.“

„Ég trúi því að við verðum mjög vel und­ir­bú­in fyr­ir verstu mögu­legu út­komu næstu daga, og þá nær þetta von­andi ekki svo langt,“ sagði Kar­en Bass, borg­ar­stjóri Los Ang­eles, við fjöl­miðla.

Stærsti elds­voðinn, Palisa­des-eld­ur­inn, var 59 pró­sent stöðvaður á mánu­dag og svæðið sem varð fyr­ir áhrif­um rým­ing­ar­fyr­ir­mæla hef­ur nú verið minnkað.

Mikil eyðilegging varð í Pasadena í Kaliforníu.
Mik­il eyðilegg­ing varð í Pasa­dena í Kali­forn­íu. AFP

Póli­tísk­ar deil­ur

Á meðan Los Ang­eles glím­ir við um­fang eyðilegg­ing­ar­inn­ar aukast póli­tísk­ar deil­ur í Banda­ríkj­un­um.

Don­ald Trump, sem sór embættiseið sem for­seti Banda­ríkj­anna á mánu­dag, hef­ur sagt að hann muni heim­sækja elds­voðasvæðin í lok vik­unn­ar.

Sú ferð gæti leitt til óþægi­legra kynna við Gavin New­som, rík­is­stjóra Kali­forn­íu, sem hef­ur verið skot­mark Trumps vegna meðhöndl­un­ar hans á ham­förun­um.

„Við get­um ekki látið þetta ger­ast. Eng­inn get­ur gert neitt í þessu. Það mun breyt­ast,“ sagði Trump og hélt því um leið fram að það væri „áhuga­vert“ að sum­ir auðmenn hefðu misst heim­ili sín.

New­som svaraði skot­un­um ekki beint en bauð ný­sett­an for­seta vel­kom­inn.

„Þetta augna­blik und­ir­strik­ar mikla þörf fyr­ir sam­starf, sam­eig­in­lega skuld­bind­ingu við staðreynd­ir og gagn­kvæma virðingu – gildi sem gera borg­ara­lega umræðu, skil­virka stjórn­ar­hætti og þýðing­ar­mikl­ar aðgerðir mögu­leg­ar,“ skrifaði hann á sam­fé­lags­miðla.

„Ég hlakka til heim­sókn­ar Trump for­seta til Los Ang­eles og til þess að hann virki fullt afl rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að hjálpa lands­mönn­um öll­um að end­ur­reisa og jafna sig.“

Hegðun mann­kyns breyti veður­mynstri

Þótt or­sök eld­anna sé ekki enn ljós segja vís­inda­menn hegðun mann­kyns breyta veður­mynstri og gera það sveiflu­kennd­ara, sem geti aukið meðfylgj­andi eyðilegg­ingu.

Ekki hef­ur rignt al­menni­lega í Suður-Kali­forn­íu í um átta mánuði, jafn­vel þótt langt sé liðið á það sem kallað er regn­tíma­bilið.

Emb­ætt­is­menn hafa varað við því að ef það fari að rigna geti það skapað hættu­leg­ar aðstæður á ham­fara­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert