Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli

Umdeild kveðja Musk hefur vakið mikla athygli.
Umdeild kveðja Musk hefur vakið mikla athygli. AFP

Kveðja ólík­indatóls­ins og auðjöf­urs­ins Elon Musk í ræðu á „sig­ur­hátíð“ inn­setn­ing­ar­dags Don­alds Trumps í embætti Banda­ríkja­for­seta hef­ur vakið mikla at­hygli. Musk set­ur hönd á brjóst sér áður en hann bein­ir henni út í loftið líkt og siður var hjá Þjóðverj­um í valdatíð Ad­olfs Hitlers. 

Musk gef­ur þó í skyn í fram­hald­inu að um sé að ræða þakk­lætis­vott til þeirra sem gerðu sig­ur í for­seta­kosn­ing­un­um mögu­leg­an.

Tjá­ir sig ekki

Seg­ir hann í fram­hald­inu „My heart goes out to you“ sem gæti út­lagst sem hjart­ans þakk­ir áður en hann end­ur­tek­ur at­hæfið. 

All­ir helstu miðlar ytra hafa tekið málið upp en sjálf­ur hef­ur Musk ekki tjáð sig frek­ar um at­vikið. Sjá má kveðjuna á meðfylgj­andi mynd­skeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka