Kveðja ólíkindatólsins og auðjöfursins Elon Musk í ræðu á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta hefur vakið mikla athygli. Musk setur hönd á brjóst sér áður en hann beinir henni út í loftið líkt og siður var hjá Þjóðverjum í valdatíð Adolfs Hitlers.
Musk gefur þó í skyn í framhaldinu að um sé að ræða þakklætisvott til þeirra sem gerðu sigur í forsetakosningunum mögulegan.
Segir hann í framhaldinu „My heart goes out to you“ sem gæti útlagst sem hjartans þakkir áður en hann endurtekur athæfið.
Allir helstu miðlar ytra hafa tekið málið upp en sjálfur hefur Musk ekki tjáð sig frekar um atvikið. Sjá má kveðjuna á meðfylgjandi myndskeiði.