Evrópusambandið hefur samþykkt bann við notkun á efninu Bisphenol A, einnig þekkt undir heitinu BPA, sem notað er í gerð ýmissa umbúða, ekki síst við gerð plastumbúða undir matvæli og dósa sem innihalda dósamat. Þá er efnið notað í ýmsum iðnaði.
Segir að efnið geti haft áhrif á hormónabúskap og geti leitt til sjúkdóma. Bannið nær einnig til ýmissa vara á borð við líms, gúmmís, plasts sem ekki er utan um matvæli, sílíkons og prentbleks.
Vísindamenn hafa um árabil varað við notkun á efninu en fyrstu vísbendingar um skaðsemi þess komu fram árið 2006.
Eru talin tengsl á milli notkunar efnisins og brjóstakrabbameins, truflana í taugakerfi og sykursýki.