Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott

Donald Trump hefur undirritað margar forsetatilskipanir á síðustu tveimur dögum.
Donald Trump hefur undirritað margar forsetatilskipanir á síðustu tveimur dögum. AFP/Jim Watson

Stuðning­ur við stefnu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í út­lend­inga­mál­um, ut­an­rík­is­mál­um og mál­efn­um trans fólks er mik­ill í Banda­ríkj­un­um. Helm­ing­ur Banda­ríkja­manna er þó mót­fall­inn því að hækka tolla á inn­flutt­ar vör­ur frá Kína og Banda­ríkj­un­um. 

Þetta kem­ur fram í könn­un New York Times og Ip­sos sem birt var á sunnu­dag, degi fyr­ir embættis­töku Trumps.

Trump er bú­inn að skrifa und­ir fjölda for­seta­til­skip­an­anna sem lúta að ýms­um hlut­um eins og ólög­leg­um inn­flytj­end­um, mál­efn­um trans fólks og orku­öfl­un.

Meiri­hluti vill vísa öll­um ólög­leg­um í land­inu brott

56% styðja að vísa öll­um þeim sem hafa komið ólög­lega til Banda­ríkj­anna brott, en talið er að á bil­inu 13-14 millj­ón­ir manns séu í land­inu ólög­lega sam­kvæmt New York Times.

Stuðning­ur við brott­vís­un glæpa­manna sem eru ólög­lega í land­inu er yfir 80% og þá styðja tveir þriðju svar­enda brott­vís­un allra sem komu ólög­lega til lands­ins á síðustu fjór­um árum.

Trump hef­ur á sín­um fyrstu dög­um fryst komu flótta­manna til Banda­ríkj­anna í fjóra mánuði, lýst yfir neyðarástandi við landa­mær­in að Mexí­kó og und­ir­ritað til­mæli til viðeig­andi stofn­ana um að hefja á ný bygg­ingu landa­mæramúrs við Mexí­kó.

Hann lof­ar mestu brott­vís­un­um í sögu Banda­ríkj­anna og kveðst ætla byrja á því að vísa úr landi glæpa­mönn­um sem eru ólög­lega í land­inu. 

Meiri­hluti ósam­mála til­skip­un Trumps

Ein af for­seta­til­skip­unum Trumps lýt­ur að því að fella úr gildi banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt barna sem fæðast á banda­rískri grundu óháð þjóðerni for­eldra þeirra.

Ekki er ljóst að þessi til­skip­un nái fram að ganga þar sem 14. viðauki stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna kveður á um að all­ar mann­eskj­ur sem fæðast í Banda­ríkj­un­um fái sjálf­krafa rík­is­borg­ara­rétt.

Sam­kvæmt könn­un­inni þá vilja 55% Banda­ríkja­manna áfram tryggja þenn­an stjórn­ar­skrár­v­arða rétt á sama tíma og 41% vilja fella hann úr gildi, líkt og for­seta­til­skip­un Trumps kveður á um.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti vill ekki trans­kon­ur í kvenn­aíþrótt­ir

49% svar­enda segja að sam­fé­lagið hafi gengið of langt í að reyna aðlag­ast trans fólki á sama tíma og 21% segja að sam­fé­lagið hafi ekki gengið nógu langt.

28% segja ágætt jafn­vægi sé komið í mál­efn­um trans fólks.

79% eru mót­falln­ir því að trans­kon­ur fái að keppa á móti líf­fræðileg­um kon­um (e. bi­ological fema­les) í kvenn­aíþrótt­um og 71% eru mót­falln­ir því að trans börn fái kynþroska­bæl­andi lyf. Trump talaði mikið um þessi mál í kosn­inga­bar­átt­unni.

Trump hef­ur und­ir­ritað for­seta­til­skip­un þar sem m.a. er kveðið á um að kyn­in skuli vera tvö.

Trump hef­ur und­ir­ritað for­seta­til­skip­an­ir sem er ætlað að binda enda á aðgerðaáætl­an­ir rík­is­ins sem ætlað er að stuðla að jöfnuði, fjöl­breyti­leika og inn­gild­ingu. Svo­kölluð DEI-verk­efni sem hafa verið mjög um­deild í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt könn­unni þá eru 48% mót­falln­ir DEI-verk­efn­um í skól­um, há­skól­um og hjá op­in­ber­um stofn­un­um en 47% styðja þau.

Meiri­hluti seg­ir Banda­rík­in eyða of miklu í Úkraínu

21% segja að þeir séu spennt­ir fyr­ir kjör­tíma­bili Trumps og 26% segja að þeir séu bjart­sýn­ir en ekki spennt­ir. 14% eru svart­sýn­ir á kjör­tíma­bilið en hafa þó ekki áhyggj­ur. 37% hafa áhyggj­ur af kom­andi kjör­tíma­bili.

Marg­ir fylgj­ast með því hvernig Trump ætl­ar að beita sér á alþjóðavett­vangi en hann hef­ur al­mennt talað fyr­ir því að Banda­rík­in blandi sér ekki í of marg­ar deil­ur.

51% segja að Banda­ríkja­menn séu að eyða of mikl­um fjár­mun­um í stuðningi við Úkraínu á sama tíma og aðeins 17% segja að Banda­rík­in séu að eyða of litl­um fjár­mun­um.

Helm­ing­ur vill ekki hækka tolla á Kína og Mexí­kó

60% svar­enda sögðu að Banda­rík­in ættu að huga minna að vanda­mál­um er­lend­is og ein­beita sér frek­ar að vanda­mál­um heima fyr­ir.

Trump hef­ur talað um að hækka tolla á vör­ur frá Kína og Mexí­kó. 50% eru mót­falln­ir hækk­un tolla á þjóðir eins og Kína og Mexí­kó á sama tíma og 46% styðja hækk­un tolla á þess­ar þjóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert