Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mörgum hefur verið gert að …
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mörgum hefur verið gert að rýma heimili sín en fjölmiðlar vestanhafs segja að um þúsundir manns sé að ræða. AFP/Frederic J. Brown

Nýr gróðureld­ur hef­ur blossað upp í Los Ang­eles-sýslu og hef­ur það leitt til rým­ing­ar á svæði sem er enn að glíma við ein­hverja verstu gróðurelda í sögu sýsl­unn­ar.

Eld­ur­inn er kallaður Hug­hes-eld­ur­inn og breiðir hann nú hratt úr sér norður af borg­inni Los Ang­eles.

Eld­ur­inn þekur yfir fimm þúsund ekr­ur og sterk­ir vind­ar gera það að verk­um að hann breiðir hratt úr sér. Að svo stöddu hef­ur hann ekki náð til heim­ila eða annarra bygg­inga.

Log­ar í grennd við út­hverfi

Eld­ur­inn log­ar í grennd við bæ­inn Castaic, út­hverfi í norður­hluta Los Ang­eles-sýslu, og íbú­um í næsta ná­grenni við Castaic-vatn hef­ur verið skipað að rýma heim­ili sín.

Veður­stofa Banda­ríkj­anna set­ur út­breiðslu elds­ins í sam­hengi með því að benda á það að eld­ur­inn breiði úr sér á stærð við fót­bolta­völl á hverj­um tveim­ur til þrem­ur sek­únd­um.

Tveir aðrir eld­ar hafa blossað upp lengra suður nær San Diego og Oce­ansi­de en þeir eru tals­vert minni.

Mikill reykur kemur frá eldinum.
Mik­ill reyk­ur kem­ur frá eld­in­um. AFP/​Robyn Beck

27 far­ist í gróðureld­un­um sem hóf­ust í byrj­un árs

Gróðureld­ar í sýsl­unni hóf­ust 7. janú­ar og eru með þeim verstu í sögu svæðis­ins.

Í hið minnsta 27 manns hafa far­ist í eld­un­um og þeir hafa eyðilagt um 16.000 hekt­ara af landsvæði.

Palisa­des-eld­ur­inn og Eaton-eld­ur­inn voru skæðast­ir og eru enn í gangi, þó búið sé að ná tök­um á þeim að miklu leyti.

BBC

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert