Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var lítt hrif­inn af um­mæl­um sem bisk­up Washingt­on lét falla í messu sem Trump og fjöl­skylda hans sótti í gær.

    Bisk­up­inn Mari­ann Ed­g­ar Budde biðlaði í gær til Trumps að sýna mis­kunn. Þá sagði hún for­set­ann vekja upp hræðslu meðal inn­flytj­enda og hinseg­in fólks.

    Í færslu á sam­skiptamiðlin­um Truth Social í gær lýsti Trump „þess­um svo­kallaða bisk­upi“ sem „rót­tæk­um vinst­ri­sinnuðum Trump-hat­ara“.

    „Hún dró kirkj­una í heim stjórn­mál­anna með mjög ósmekk­leg­um hætti. Hún var með viður­styggi­leg­an tón, hvorki sann­fær­andi né klár.“

    Frá messunni í gær.
    Frá mess­unni í gær. AFP

    Lét strax að sér kveða

    Trump var vígður inn í embætti á mánu­dag­inn. Strax á fyrsta degi ritaði hann und­ir urm­ul for­seta­til­skip­ana, m.a. eina sem fell­ir úr gildi rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir þau börn sem fæðast á banda­rískri grundu óháð þjóðerni for­eldra þeirra.

    Í ann­arri til­skip­un ákvað Trump að frysta komu flótta­manna til Banda­ríkj­anna í fjóra mánuði.

    Þá sagði hann að héðan í frá yrðu aðeins tvö kyn viður­kennd, karl og kona.

    Ekki góð messa

    „Ég biðla til þín að sýna mis­kunn,“ sagði Budde við Trump sem sat á fremsta bekk kirkj­unn­ar ásamt fjöl­skyldu sinni.

    „Mér fannst þetta ekki góð messa,“ sagði Trump að henni lok­inni.

    „Fyr­ir utan óviðeig­andi yf­ir­lýs­ing­ar henn­ar þá var þetta leiðin­leg messa og veitti manni ekki inn­blást­ur. Hún er ekki mjög góð í vinn­unni sinni. Hún og kirkj­an henn­ar skulda al­menn­ingi af­sök­un­ar­beiðni.“

    Mariann Edgar Budde biskup.
    Mari­ann Ed­g­ar Budde bisk­up. AFP
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Erlent »

    Fleira áhugavert
    Loka