Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum

Trump vill binda enda á stríðið í Úkraínu
Trump vill binda enda á stríðið í Úkraínu AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur sennilegt að Bandaríkin grípi til frekari refsiaðgerða gegn Rússum neiti Vladimír Pútín Rússlandsforseti að koma að samningaborðinu til að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Þetta sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í dag er hann var spurður hvort að frekari aðgerðir gegn Rússum kæmu til greina ef Pútín myndi ekki ganga til viðræðna.

Hefur lofað að binda enda á stríðið

Trump hafði lofað því áður en hann var settur í embætti á mánudaginn að hann myndi samstundis binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann yrði forseti. Þá hafa margir búist við því að Trump muni draga úr stuðningi til Úkraínu til þess að knýja á um friðarviðræður.

Einnig var haft eftir Trump á mánudaginn að hann teldi að Pútín væri að leggja Rússland í rúst með því að semja ekki um frið.

Trump sagði enn fremur að Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði tjáð sér að hann vildi ná friðarsamkomulagi til að binda enda á stríðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert