Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik

Rene Benko stofnaði fasteignafyrirtækið Signa Holding árið 2000.
Rene Benko stofnaði fasteignafyrirtækið Signa Holding árið 2000. AFP

Yf­ir­völd í Aust­ur­ríki hafa hand­tekið fyrr­ver­andi fast­eigna­mó­gúl­inn Rene Ben­ko en hann hef­ur lengi verið til rann­sókn­ar hjá sak­sókn­ur­um vegna gruns um svik og spill­ingu á meðal annarra brota.

Ben­ko var eitt sinn á meðal rík­ustu manna Aust­ur­rík­is en hann stofnaði fast­eigna­fyr­ir­tækið Signa Hold­ing árið 2000 og naut góðs af. Sam­steyp­an hrundi hins veg­ar árið 2023 og hóf að fara í gegn­um stærstu gjaldþrota­skipti í sögu Aust­ur­rík­is.

Faldi eign­ir fyr­ir kröfu­höf­um

Í yf­ir­lýs­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara efna­hags­brota og spill­ing­ar í Aust­ur­ríki kem­ur fram að Ben­ko hafi reynt að leyna eign­um sín­um t.a.m. með sjálf­seigna­stofn­un­um og reynt að kom­ast hjá yf­ir­völd­um, fjár­vörsluaðilum og kröfu­höf­um.

Á meðal eigna sem Ben­ko er sakaður um að hafa falið til að koma í veg fyr­ir að kröfu­haf­ar fengju aðgang að þeim eru „dýr vopn, úr og aðrir hlut­ir“.

Yf­ir­heyrðu í des­em­ber

Hafa yf­ir­völd í land­inu und­an­farna mánuði hlerað farsíma Ben­ko og yf­ir­heyrt viðskipta­fé­laga hans sem og starfs­menn.

Ben­ko var yf­ir­heyrður af aust­ur­rísk­um yf­ir­völd­um í des­em­ber síðastliðnum eft­ir að hand­töku­skip­un á hend­ur hon­um hafði borist frá Ítal­íu og öðrum stöðum vegna spill­ing­ar.

Kraf­ist nokk­urra millj­arða evra

Á meðal eigna Signa-sam­steyp­unn­ar voru t.a.m. Chrysler-bygg­ing­in í borg­inni New York og nokkr­ar versl­un­ar­keðjur í Evr­ópu.

Gjaldþrotameðferð fyr­ir­tæk­is­ins mun miða að því að end­ur­greiða kröfu­höf­um frá Evr­ópu en einnig frá Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um og Taílandi sem eru að krefjast nokk­urra millj­arða evra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert