Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar

1.700 manns munu koma til með að missa vinnuna.
1.700 manns munu koma til með að missa vinnuna. AFP

Banda­ríska fyr­ir­tækið Amazon hef­ur ákveðið að loka öll­um sjö starfs­stöðvum sín­um í Qu­e­bec í Kan­ada á næstu vik­um. Hátt í 1.700 manns munu missa störf sín á næstu tveim­ur mánuðum vegna ákvörðun­ar­inn­ar. 

Talsmaður Amazon seg­ir ákvörðun­ina koma vegna hagræðing­ar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og að hún teng­ist ekki ákvörðun 300 starfs­manna í Laval-borg í Qu­e­bec að ganga í stétt­ar­fé­lag. 

Þeir starfs­menn sem gengu ný­lega í stétt­ar­fé­lag hafa lýst óviðun­andi vinnuaðstæðum á starfs­stöðvum sín­um þar sem þau segja vinnu­hraðann mik­inn, ekki sé gætt að heil­brigðis- og ör­ygg­is­ráðstöf­un­um og að þau fái greidd of lág laun. 

Jeff Bezos, stofnandi Amazon.
Jeff Bezos, stofn­andi Amazon. AFP/​Mark Ral­st­on

„Þeir ætla að eyðileggja allt“

Nedim Sab, eft­ir­litsmaður starfs­stöðvar­inn­ar í Laval, sagði í sam­tali við CBC að starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið brugðið við að heyra frétt­irn­ar. Seg­ir hann fólk hafi brugðist í grát. 

„Hvað ger­um við núna? Við þurf­um að byrja upp á nýtt. Áður var ég bíl­stjóri og nú er ég eft­ir­litsmaður. Þeir ætla að eyðileggja allt fyr­ir mér,“ sagði Sab. 

Hann kenndi stétt­ar­fé­lag­inu um lok­un starfs­stöðvanna og sagði að Amazon hafi verið óánægt með ákvörðun starfs­mann­anna. Sagðist hann sjálf­ur ekki sjá þörf á stétt­ar­fé­lagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert