Karlmaður lést eftir að tré féll á bíl hans í Raphoe á Írlandi snemma í morgun.
Lögreglan á Írlandi segir manninn hafa slasast alvarlega eftir að tré féll á bíl hans. Ekki er hægt að flytja lík hans af vettvangi vegna óveðursins. BBC greinir frá.
Mikið óveður, sem fengið hefur nafnið Jóvin, gengur nú yfir Bretlandseyjar og Skotland. Mörg hundruð þúsund heimili eru án rafmagns, flugferðum hefur verið aflýst og skólum lokað.
Vindhraði í hviðum fór upp í 51 metra á sekúndu í dag. Þar með var 80 ára gamalt met slegið.
Rauð veðurviðvörun í Skotlandi hefur verið felld niður, en það þýðir þó ekki að öruggt er að fara út. Viðvörunin tók gildi kl. 10 í morgun. Víða er appelsínugul viðvörun í gildi og verður hún í gildi þar til kl. 6 í fyrramálið.