„Rosalegt sjokk“

Eldar loga fyrir norðan Los Angeles.
Eldar loga fyrir norðan Los Angeles. AFP

„Við vorum að vonast til að smám saman færi lífið að færast í eðlilegt horf, en þá fæ ég skilaboð í símann um að það sé kominn nýr eldur upp, norður af Santa Clarita,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, á miðvikudagskvöld að staðartíma vestanhafs.

„Það eru nokkrar íslenskar fjölskyldur þarna í Santa Clarita og ég veit af fólki sem var byrjað að pakka niður eftir að þau fengu rýmingarviðvörun, sem er varúðarstig áður en fólk fær tilskipun um rýmingu,“ segir hún en bætir við að hún vonist til að ekki verði úr því, en íbúar borgarinnar eru orðnir langþreyttir á ástandinu sem hefur gjörbreytt ásýnd borgarinnar.

Mikil eyðilegging

Agla Friðjónsdóttir
Agla Friðjónsdóttir AFP/Frederic J. Brown

„Þetta var alveg rosalegt sjokk að sjá þessar upplýsingar í morgun, því undanfarna daga hefur gengið vel að halda eldum í skefjum í bæði Palisades og Altadena, þar sem búið er að færa hættuna af rýmingarstigi í flestum aðliggjandi hverfum. Sem betur fer eru ennþá mjög margir slökkviliðsmenn á svæðinu.“

Agla segir að gífurleg eyðilegging sé á brunasvæðunum, ennþá séu helstu stofnæðar til þeirra lokaðar og enn sé uppbyggingarstarf ekki hafið í hverfunum. „Það hafa margir skólar brunnið hérna og það er verið að koma öllum skólabörnum í aðra skóla til að reyna að koma þeim aftur í eðlilega rútínu.“

Umfjöllunina má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert