Varaformaður skosku heimastjórnarinnar hefur varað þjóðina við að nokkurn tíma muni taka að hreinsa til í landinu og koma samgöngukerfum aftur í eðlilegt horf.
Ofsaveðrið Jóvin herjar nú á landið.
Varaformaðurinn, Kate Forbes, hefur einnig hvatt íbúa landsins til að fylgja ráðleggingum lögreglunnar og halda sig innandyra á þeim svæðum þar sem rauðar veðurviðvaranir eru í gildi.
Forbes ræddi við blaðamenn breska ríkisútvarpsins rétt áður en hún hélt á fund með heimastjórn Skotlands þar sem heimastjórnin var upplýst um stöðu mála í landinu af alls konar mikilvægum stofnunum svo sem neyðarþjónustufyrirtækjum og samgöngufyrirtækjum.
Nefndi hún að heimastjórnin væri búin undir afleiðingar stormsins en jafnframt tilbúin að bregðast við breyttum aðstæðum.
Fréttaritari breska ríkisútvarpsins í borginni Glasgow segir veður þar vera að versna og nefnir til að mynda að tré séu byrjuð að falla í almenningsgarðinum Glasgow Green.
Segir hún hávaðann vera sláandi sem fylgir storminum og segir stóru vindhviðurnar helst líkjast öskrum. Þá hvetur hún íbúa til að halda sig innandyra.