70 létust í árás á sjúkrahús

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO seg­ir að 70 hafi fallið í árás á sjúkra­hús í vest­ur­hluta Súd­ans.

„Hrylli­leg árás á sádi­ar­ab­íska sjúkra­húsið í El Fasher leiddi til 19 meiðsla og 70 dauðsfalla meðal sjúk­linga og aðstand­enda,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri WHO, í færslu á X.

Seg­ir hann að spít­al­inn hafi verið þétt­set­inn sjúk­ling­um þegar árás­in var gerð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert