70 létust í árás á sjúkrahús

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheilbrigiðismálastofnunin WHO segir að 70 hafi fallið í árás á sjúkrahús í vesturhluta Súdans.

„Hryllileg árás á sádi-arabíska sjúkrahúsið í El Fasher leiddi til 19 meiðsla og 70 dauðsfalla meðal sjúklinga og aðstandenda,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í færslu á X.

Segir hann að spítalinn hafi verið þéttsetinn sjúklingum þegar árásin var gerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert