Flugvél hrapaði í Fíladelfíu

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. APF/Matthew Hatcher

Tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Fíladelfíu í Bandaríkjunum rétt eftir klukkan 18 í gær að staðartíma, klukkan 23 að íslenskum tíma. Eldur kviknaði í nærliggjandi húsum og bifreiðum við slysstað.

Vélin var sjúkraflugvél af gerðinni Learjet 55.

Sex mexíkanar voru um borð í vélinni: sjúklingur á barnsaldri, móðir barnsins, flugmaður, aðstoðarflugmaður, læknir og sjúkraliði. Barnið hafði sótt læknisþjónustu í Fíladelfíu og var á leið heim til Mexíkó. 

Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallarins í Missouri. Þar var á áætlun að taka eldsneyti til að halda áfram til borgarinnar Tijuana í Mexíkó.

Ekki er ljóst hvort einhver hafi lifað af.  

Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi. AFP/Matthew Hatcher
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert