Minnst sjö látnir eftir flugslysið í Fíladelfíu

Vélin hrapaði til jarðar í þéttbýlu hverfi borgarinnar.
Vélin hrapaði til jarðar í þéttbýlu hverfi borgarinnar. AFP/Matthew Hatcher

Minnst sjö eru látnir eftir að tveggja hreyfla sjúkraflugvél hrapaði í norðaust­ur­hluta Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um rétt eft­ir klukk­an 18 í gær að staðar­tíma eða klukk­an 23 að ís­lensk­um tíma. Eld­ur kviknaði í nær­liggj­andi hús­um og bif­reiðum við slysstað. AFP-fréttastofan greinir frá.

Sex voru um borð í flugvélinni; stúlka á barnsaldri, móðir hennar, flugmaður, aðstoðarflugmaður, lækn­ir og sjúkra­liði og létust þau öll. Stúlkan hafði sótt  lækn­isþjón­ustu í Fíla­delfíu og var á leið heim til Mexí­kó. Fólkið  var allt mexíkóskir ríkisborgarar. 

Þá er einnig staðfest að einn einstaklingur lést á jörðu niðri, en hann var í bíl sínum þegar vélin hrapaði til jarðar í þéttbýlu hverfi í Fíladelfíu.

19 eru sagðir slasaðir en ekki hefur enn tekist að staðsetja alla þá sem voru á svæðinu í gær. Það gætu því liðið einhverjir dagar þangað til endanleg tala látinna og slasaðra liggur fyrir.

Flug­vél­in var á leið til Spring­field-Bran­son-flug­vall­ar­ins í Mis­souri. Þar var á áætl­un að taka eldsneyti til að halda áfram til borg­ar­inn­ar Tiju­ana í Mexí­kó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert