„Þetta eru viðurstyggilegustu glæpirnir“

Inn­an­rík­is­ráðherr­a Bretlands Yvette Cooper vonar að önn­ur lönd taki Bret­land …
Inn­an­rík­is­ráðherr­a Bretlands Yvette Cooper vonar að önn­ur lönd taki Bret­land til fyr­ir­mynd­ar. AFP/Jeff Overs-BBC

Bret­land verður lík­lega fyrsta landið til að setja lög gegn gervi­greind­ar­for­rit­um sem notuð eru til að búa til mynd­ir af kyn­ferðisof­beldi gegn börn­um.

Verður þá ólög­legt að eiga, búa til eða dreifa gervi­greind­ar­for­rit­um sem hönnuð eru í þeim til­gangi að búa til kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir af börn­um. Verður það refsi­vert með allt að fimm ára fang­elsi, að sögn Yvette Cooper inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands.

Ólög­legt verður einnig að eiga svo­kallaðar hand­bæk­ur sem kenna fólki hvernig nota megi gervi­greind til að mis­nota börn kyn­ferðis­lega, verður það refsi­vert með allt að þriggja ára fang­elsi.

Von­ar að önn­ur lönd fylgi eft­ir

„Þetta er raun­veru­legt, óhuggu­legt, fyr­ir­bæri. Efni tengt kyn­ferðisof­beldi fer vax­andi á net­inu, en líka und­ir­bún­ing­ur (e. groom­ing) barna og ung­linga á net­inu. Það sem er að ger­ast núna er að gervi­greind er að setja þetta á stera,“ sagði inn­an­rík­is­ráðherr­ann við Sky News.

Þá sagði hún þessi gervi­greind­ar­for­rit auðvelda gerend­um að und­ir­búa börn, en þeir geti líka breytt mynd­um af börn­um og notað þær síðan til að tæla þau og kúga til frek­ari mis­notk­un­ar. Nýju lög­in muni banna slík for­rit.

„Þetta eru viður­styggi­leg­ustu glæp­irn­ir,“ bætti hún við.

Þá seg­ist inn­an­rík­is­ráðherr­ann vona að önn­ur lönd taki Bret­land til fyr­ir­mynd­ar og setji slík lög.

500.000 börn ár hvert

Að sögn bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru um­rædd gervi­greind­ar­for­rit notuð til að búa til mynd­ir af kyn­ferðis­legu of­beldi gegn börn­um með því að „nekta“ raun­veru­leg­ar mynd­ir af börn­um eða með því að setja and­lit barna á klám­fengn­ar mynd­ir.

Nýju lög­in muni einnig refsa þeim er reka vefsíður þar sem barn­aníðing­ar deila efni af kyn­ferðis­legu of­beldi gegn börn­um eða ráðlegg­ing­um um hvernig eigi að und­ir­búa börn.

Seg­ir inn­an­rík­is­ráðherr­ann ný­lega rann­sókn hafa leitt í ljós að um 500.000 börn víðs veg­ar um Bret­land séu á ein­hvern hátt fórn­ar­lömb barn­aníðinga á hverju ári, og að þátt­ur nets­ins sé vax­andi hluti af vanda­mál­inu.

Greindu 3.512 mynd­ir á 30 dög­um

Sam­tök er vinna meðal ann­ars að því að bera kennsl á og fjar­lægja mynd­ir af kyn­ferðisof­beldi á net­inu (IWF) hafa varað við aukn­um fjölda klám­feng­inna gervi­greind­ar­mynda af börn­um.

Árið 2024 greindu sér­fræðing­ar IWF gervi­greind­ar­mynd­ir af börn­um á ónefndri vefsíðu. Á 30 daga tíma­bili greind­ust 3.512 mynd­ir. Að sögn IWF fjölgaði mynd­um í al­var­leg­asta mynda­flokkn­um um 10 pró­sent á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert