Netanjahú fundar með Trump

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, er vænt­an­leg­ur til Banda­ríkj­anna í dag þar sem hann mun eiga fund með Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um ann­an áfanga vopna­hlés­ins á Gasa.

Ísra­elski for­sæt­is­ráðherr­ann verður fyrsti er­lendi leiðtog­inn til að eiga fund með Trump eft­ir að hann tók við for­seta­embætt­inu á nýj­an leik í síðasta mánuði.

Net­anja­hú tjáði frétta­mönn­um áður en hann hélt um borð í flug­vél sína áleiðis til Banda­ríkj­anna að hann og Trump myndu ræða sig­ur yfir Ham­as-sam­tök­un­um, frels­un gísla og bar­átt­una við Íran.

Trump, sem hef­ur hlotið mikið lof fyr­ir að inn­sigla vopna­hlés­samn­ing­inn eft­ir 15 mánaða stríð Ísra­els og Ham­as, sagði í gær að samn­ingsviðræður við Ísra­el og önn­ur lönd í Miðaust­ur­lönd­um myndu halda áfram.

Óbein­ar samn­ingaviðræður Ísra­ela og Ham­as eiga að hefjast á nýj­an leik í þess­ari viku en fyrsta 42 daga áfanga samn­ings­ins á að ljúka í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert