Segir „róttæka brjálæðinga“ stýra þróunaraðstoðinni

Donald Trump ræddi við blaðamenn á flugbrautinni í Washington í …
Donald Trump ræddi við blaðamenn á flugbrautinni í Washington í gærkvöldi eftir að hafa snúið aftur frá Flórída. AFP

Auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk gerði banda­rísku þró­un­araðstoðina USAID að skot­marki sínu í gær­kvöldi, þegar hann kallaði hana glæpa­sam­tök.

For­set­inn Don­ald Trump fylgdi í kjöl­farið og sagði stofn­un­ina rekna af „rót­tæk­um brjálæðing­um“ og að hann ígrundaði nú framtíð henn­ar.

Full­yrðing­ar þeirra beggja í gær gefa til kynna hversu mikið vald Trump hef­ur fært Musk til að breyta banda­ríska stjórn­kerf­inu.

Musk full­yrti einnig á X, miðli sem hann tók yfir með láns­fé árið 2022, að USAID hefði með pen­ing­um skatt­greiðenda fjár­magnað rann­sókn­ir á efna­vopn­um, þar á meðal Covid-19, sem orðið hefðu millj­ón­um manns að bana.

Emb­ætt­is­menn í rík­is­stjórn Bidens höfðu tengt slík­ar full­yrðing­ar við áróðurs­her­ferð á veg­um Rússa.

Mik­il óvissa

Trump frysti um dag­inn all­ar hjálp­ar­greiðslur stofn­un­ar­inn­ar í þrjá mánuði. Síðar samþykkti hann þó und­an­tekn­ing­ar í til­fell­um mat­væla- og mannúðaraðstoðar.

Starfs­menn USAID segja mikla óvissu ríkja um framtíð henn­ar sem sjálf­stæðrar stofn­un­ar, að því er AFP-frétta­veit­an grein­ir frá.

USAID var komið á fót af Banda­ríkjaþingi og hef­ur til umráða um 42,8 millj­arða banda­ríkja­dala sem verja á til mannúðar- og þró­un­araðstoðar um víða ver­öld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert