Tíu látnir í Svíþjóð

Viðbúnaður í Örebro var mikill.
Viðbúnaður í Örebro var mikill. AFP/Jonathan Nackstrand

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir skotárás í Ribergska-háskólanum í Örebro í Svíþjóð í dag. 

Þetta sagði Roberto Eid, lögreglustjórinn í Örebro, á blaðamannafundi rétt í þessu.

Sagði Eid að lögreglan ynni nú að því að bera kennsl á hina látnu.

Árásarmaðurinn látinn

Lögreglan telur að aðeins einn maður hafi staðið að árásinni og er hann sagður látinn.

Lögreglan hefur ekki haft afskipti af manninum áður. 

Ekki er talin hætta á frekari árásum á þessari stundu að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert