Skothvellir í Brussel: „Líklega ekki hryðjuverk“

Leit stendur nú yfir í borginni vegna skothvellanna.
Leit stendur nú yfir í borginni vegna skothvellanna. AFP

Lögreglan í Brussel leitar nú tveggja manna eftir að skotið var úr byssu fyrir utan neðanjarðarlestarstöð í borginni. Yfirvöld segja þó ekkert benda til þess að um tilraun til hryðjuverkaárásar hafi verið að ræða.

Myndefni sýnir tvo grímuklædda menn sem voru vopnaðir sjálfvirkum rifflum. Mennirnir virðast ekki hafa skotið í átt að fólki, þeir skutu þess í stað út í loftið áður en þeir flúðu af vettvangi í gegnum göng við lestarstöðina.

Nokkrum lestarstöðum hefur verið lokað vegna atviksins og einnig hafa verið truflanir á lestarsamgöngum í borginni.

Undanfarin misseri hafa glæpum tengdum skotvopnum fjölgað verulega í Brussel. 89 atvik tengd skotvopnum komu á borð lögreglunnar í Brussel á síðasta ári og níu létust vegna skotárása.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert