Tveir enn á gjörgæslu eftir skotárásina

Frá blaðamannafundi lögreglunnar í Örebro í morgun.
Frá blaðamannafundi lögreglunnar í Örebro í morgun. AFP

Jon­as Claes­son, for­stjóri heil­brigðis og lækn­inga á sjúkra­hús­inu í Öre­bro, seg­ir að þeir fimm sem voru flutt­ir á sjúkra­hús eft­ir skotárás­ina í Öre­bro í Svíþjóð í gær hafi geng­ist und­ir aðgerð og sé ástand þeirra stöðugt.

Þetta sagði hann á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar í dag en staðfest hef­ur verið að 11 hafi látið lífið í skotrás­inni í Ri­berska-há­skól­an­um í Öre­bro í gær, þar á meðal skotárás­armaður­inn sem var á fer­tugs­aldri.

Sex voru flutt­ir særðir á sjúkra­hús, fjór­ar kon­ur og tveir karl­ar. Fimm voru með skotáverka en einn reynd­ist minni­hátt­ar særður. Cles­son seg­ir að tveir liggi enn á gjör­gæslu­deild.

Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð í dag.
Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð í dag. AFP

Lög­regl­an hef­ur ekki borið kennsl á öll fórn­ar­lömb­in að sögn Roberto Eid For­est, lög­reglu­stjóra í Öre­bro.

Hann seg­ist ekki hafa ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hversu lang­ur tími leið þar til lög­regl­an fór inn í skóla­bygg­ing­una og ástæðan fyr­ir því að svo lang­ur tími leið áður en lög­regl­an upp­lýsti um fjölda lát­inna hafi verið sú að skóla­bygg­ing­in er stór.

Hinn grunaði árás­armaður fannst lát­inn þegar lög­regl­an fór inn í skóla­bygg­ing­una en lög­regl­an hef­ur ekki staðfest fregn­ir fjöl­miðla að hann hafi svipt sig lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert