Árásin í Svíþjóð: Eins og að ganga inn í helvíti

Lögreglustjórinn Lars Wiren ræddi við fjölmiðlar í dag. Anna Bergkvist, …
Lögreglustjórinn Lars Wiren ræddi við fjölmiðlar í dag. Anna Bergkvist, sem sést sitja Wiren á hægri hönd, stýrir rannsókninni. AFP

Talsmaður lögreglunnar í Örebro í Svíþjóð segir að lögreglumenn sem hafi verið fyrstir á vettvang skotárásarinnar í borginni í vikunni hafi lýst aðstæðum sem helvíti.

„Þeir sögðu frá því sem líkja má við helvíti, látið fólk, öskur og reykur,“ segir lögreglustjórinn Lars Wiren á blaðamannafundi í dag.

Þar greindi hann frá frásögnum lögreglumanna sem brugðust við tilkynningum um skotárás í Riberska-háskólanum í Örebro á þriðjudag.

Lögregluborði og lögreglubifreið sjást hér við skólann í Örebro.
Lögregluborði og lögreglubifreið sjást hér við skólann í Örebro. AFP

Ástæðan óljós

Þá segir sænska lögreglan að ekki liggi fyrir hvers vegna byssumaðurinn, sem var einn að verki, lét til skarar skríða. Alls létust tíu í árásinni sem er versta fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar.

„Hver er ástæðan? Við erum ekki með svar við þeirri spurningu enn sem komið er,“ sagði Anna Bergkvist, sem stýrir rannsókninni, á blaðamannafundinum.

Hún sagði jafnframt að lögreglan væri nú að fara yfir myndskeið, taka skýrslur af sjónarvottum og ræða við fólk sem þekkti árásarmanninn.

Fjölmargir hafa komið á staðinn með kerti og aðra muni …
Fjölmargir hafa komið á staðinn með kerti og aðra muni til að minnast þeirra sem létust. AFP

Sýrlendingar á meðal þeirra sem létust

Þá greindi sænska lögreglan frá því í dag að fólkið sem lét lífið í árásinni hafi verið frá nokkrum löndum. Þar á meðal voru einstaklingar frá Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert