Ríkisstjórn Svíþjóðar mun leggja fram frumvarp um breytingar á byssulögum í landinu og er því meðal annars ætlað að takmarka aðgang að hálfsjálfvirkum byssum.
„Það eru ákveðnar tegundir vopna sem eru svo hættuleg að þau ættu aðeins sem undantekning að vera í eigu almennings,“ segir í yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögu Svíþjóðardemókrata um að takmarka aðgang að hálfsjálfvirkum byssum.
Versta fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar átti sér stað í Riberska-háskólanum í Örebro á þriðjudag og varð tíu manns að bana.