Setti eitur í sæta áfengisdrykki

Ekki er vitað af hverju maðurinn eitraði fyrir fólkinu sem …
Ekki er vitað af hverju maðurinn eitraði fyrir fólkinu sem sótti barinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Barþjónn hefur verið handtekinn í Víetnam grunaður um að hafa eitrað fyrir viðskiptavinum sínum. Er hann sagður hafa bætt áfenga drykki með miklu magni af metanóli og eru tveir sagðir hafa týnt lífi í byrluninni.

Hin látnu voru karl frá Bretlandi og kona frá Suður-Afríku. Er talið víst að þau hafi verið par, að sögn AFP.

Fólkið fannst látið í hótelíbúð sinni og var þá ekkert sem benti til ofbeldis eða innbrots. Lögregla fór í kjölfarið fram á krufningu á líkunum og fundust þá leifar af eitrinu.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið hefði farið á vinsæla knæpu skömmu fyrir andlátið og eftir leit þar fannst nokkurt magn af eitruðu limoncello, sem er sætur áfengur drykkur.

Fljótlega féll grunur á barþjón, 46 ára karlmann, og hefur hann verið handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert