Donald Trump Bandaríkjaforseti segist fullviss um að niðurskurðardeild Elons Musks muni hafa uppi á hundruðum milljarða bandaríkjadala sem hann telur að rekja megi til „fjársvika“ í stofnunum ríkisins.
Orðin lét hann falla á Fox News í aðdraganda úrslitaleiks Ofurskálarinnar sem fram fer í kvöld.
Fram kom í gær að búið sé að setja lögbann á Musk og teymi hans sem á föstudag var gefinn aðgangur að gögnum í fjársýslu bandaríska ríkisins með það fyrir sjónum að skera niður hjá stofnunum þess.