Einn er látinn og ellefu aðrir slasaðir eftir að lest og vörubíll rákust saman í Þýskalandi.
Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn segir slysið hafa orðið þegar vörubíllinn ók yfir teinana á gatnamótum járnbrautarteina og umferðargötu í suðurhluta Hamborgar.
Vörubíllinn er töluvert skemmdur en hann tilheyrir fyrirtæki sem smíðar járnbrautarteina.
Um 300 manns voru um borð þegar áreksturinn átti sér stað.