Einn látinn og ellefu slasaðir eftir lestarslys

Vörubíllinn hlaut töluverðar skemmdir af slysinu.
Vörubíllinn hlaut töluverðar skemmdir af slysinu. AFP/Sebastian Peters

Einn er látinn og ellefu aðrir slasaðir eftir að lest og vörubíll rákust saman í Þýskalandi.

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn segir slysið hafa orðið þegar vörubíllinn ók yfir teinana á gatna­mót­um járn­braut­arteina og um­ferðargötu í suðurhluta Hamborgar.

Vörubíllinn er töluvert skemmdur en hann tilheyrir fyrirtæki sem smíðar járnbrautarteina.

Um 300 manns voru um borð þegar áreksturinn átti sér stað.

Slysið varð þegar vörubíllinn ók yfir teinana á gatna­mót­um járn­braut­arteina …
Slysið varð þegar vörubíllinn ók yfir teinana á gatna­mót­um járn­braut­arteina og um­ferðargötu. AFP/Sebastin Peters
Tólf eru slasaðir eftir áreksturinn.
Tólf eru slasaðir eftir áreksturinn. AFP/Sebastian Peters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert