Fimm létust og sjö særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan banka í Afganistan.
Árásin beindist að fólki í biðröð sem beið eftir að sækja laun sín í banka í borginni Kunduz, höfuðborg Kunduz-héraðs.
Jumadin Khaksar, talsmaður lögreglunnar í Kunduz-héraði, segir að óbreyttir borgarar, embættismenn og liðsmenn öryggissveita talibana séu meðal þeirra sem hafi látist í sprengingunni.
Í mars á síðasta ári drap sjálfsmorðssprengjumaður að minnsta kosti þrjá þegar hann sprengdi sprengju fyrir utan banka í borginni Kandahar í suðurhluta landsins.