„Eitthvað verður að breytast í Þýskalandi“

Börn voru meðal þeirra sem slösuðust. Á myndinni má sjá …
Börn voru meðal þeirra sem slösuðust. Á myndinni má sjá barnavagn á götunni. AFP/Michaela Stache

Af­ganski hæl­is­leit­and­inn sem ók bif­reið inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morg­un kom til lands­ins árið 2016. Lög­regl­an hafði áður haft af­skipti af mann­in­um og hæl­is­um­sókn hans verið synjað, en hon­um var samt ekki vísað úr landi. 

28 særðust í árás­inni, þar á meðal börn, og eru nokkr­ir al­var­lega særðir. Ökumaður­inn var hand­tek­inn á vett­vangi og skömmu seinna var greint frá því að um 24 ára gaml­an karl­mann frá Af­gan­ist­an væri að ræða.

Maður­inn heit­ir Far­had N. og hæl­is­um­sókn hans var synjað af þýsk­um yf­ir­völd­um en hann var ekki dæmd­ur til brott­vís­un­ar. 

Sagður vera með „öfga­fulla hvata“

Rík­is­stjóri Bæj­ara­lands, Markus Söder, sagði að ekki væri um fyrstu svona árás­ina að ræða og að grípa þyrfti til aðgerða.

„Auk þess að tak­ast á við hvert til­vik fyr­ir sig og sýna samúð, verður at­vikið að hafa af­leiðing­ar,“ sagði Söder.

„Við get­um ekki farið frá árás til árás­ar og sýnt bara um­hyggju, held­ur verðum við í raun að breyta ein­hverju.“

Yf­ir­völd segj­ast hafa „vís­bend­ing­ar um öfga­fulla hvata“ hjá árás­ar­mann­in­um. 

Lögreglumenn skutu á bílinn til að reyna að stöðva ökumanninn.
Lög­reglu­menn skutu á bíl­inn til að reyna að stöðva öku­mann­inn. AFP/​Michaela Stache

Lög­regl­an áður haft af­skipti af mann­in­um

Lög­regl­an hafði áður haft af­skipti af mann­in­um vegna þjófnaðar og fíkni­efna­brota, sam­kvæmt inn­an­rík­is­ráðherra Bæj­ar­lands. WELT grein­ir frá því að á sam­fé­lags­miðum Far­had N. megi sjá að hann var með ýms­ar vís­an­ir í íslam.

Þjóðverj­ar ganga til kosn­inga 23. fe­brú­ar og hafa út­lend­inga­mál­in verið mikið hita­mál í aðdrag­anda þeirra.

Bú­ast má við því að þessi árás verði vatn á myllu þeirra sem tala fyr­ir hert­ari lög­gjöf en í síðasta mánuði réðst af­gansk­ur karl­maður á fólk með hníf og myrti tvo. Í des­em­ber var bíl ekið inn í jóla­markað og var maður frá Sádi-Ar­ab­íu hand­tek­inn fyr­ir þann verknað.

Scholz seg­ir að mann­in­um verði refsað

Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna­flokks­ins, sagði í kjöl­far árás­ar­inn­ar:

„Þessi ger­andi get­ur ekki vænst neinn­ar vægðar. Hon­um verður að vera refsað og hann verður að fara úr landi.“

„Við mun­um ávallt halda uppi lög­um og reglu,“ skrifaði Friedrich Merz, leiðtogi Kristi­legra demó­krata, á sam­fé­lags­miðlum.

„All­ir verða að finna fyr­ir ör­yggi í land­inu okk­ar á ný. Eitt­hvað verður að breyt­ast í Þýskalandi,“ skrifaði Merz en kann­an­ir benda til þess að Kristi­leg­ir demó­krat­ar muni taka við stjórn lands­ins eft­ir kosn­ing­ar.

Alice Wei­del, leiðtogi þjóðern­is­flokks­ins AfD, kallaði eft­ir stór­felld­um breyt­ing­um í inn­flytj­enda­mál­um í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert