Ekki um lík Shiri Bibas að ræða

Shiri, Ariel og Kfir Bibas. Lík, sem að sögn Hamas-liða …
Shiri, Ariel og Kfir Bibas. Lík, sem að sögn Hamas-liða átti að vera af móðurinn, reyndist ekki af henni. Ljósmynd/Úr einkasafni

Ísra­elski her­inn hef­ur nú til­kynnt Bibas-fjöl­skyld­unni að lík­in, sem Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in af­hentu Rauða kross­in­um í morg­un, fimmtu­dags­morg­un, séu af börn­un­um Ariel og Kfir Bibas.

Þriðja líkið reynd­ist hins veg­ar ekki vera af móður þeirra, Shiri Bibas, eins og Ham­as liðar létu í veðri vaka er þeir af­hentu jarðnesk­ar leif­ar fólks­ins.

Myrt­ir á hrotta­leg­an hátt

Enn frem­ur hef­ur rann­sókn lík­anna, á Abu Kab­ir For­ensic Institu­te, leitt í ljós að dreng­irn­ir tveir, Ariel, fjög­urra ára, og Kfir, sem var fjög­urra mánaða, hafi verið „myrt­ir á hrotta­leg­an hátt“ í nóv­em­ber 2023 og hafi Ham­as-liðar verið þar að verki að sögn hers­ins.

„Þarna er á ferð grafal­var­legt brot Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna sem sam­kvæmt sam­komu­lagi var gert að skila lík­um fjög­urra gísla,“ seg­ir í til­kynn­ingu hers­ins. „Við krefj­umst þess að Ham­as skili Shiri [Bibas] heim ásamt öll­um öðrum gísl­um,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Ísra­els­for­seti, Isaac Herzog, lýsti því yfir síðdeg­is í dag að hjörtu heill­ar þjóðar væru í mol­um eft­ir að Ham­as-sam­tök­in af­hentu Rauða kross­in­um lík­in fjög­ur.

Times of Isra­el

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert