„Grimmilegt brot á vopnahléssamningi“

Veggspjöld með andlitsmyndum af ísraelsku gíslunum Shiri Bibas og tveimur …
Veggspjöld með andlitsmyndum af ísraelsku gíslunum Shiri Bibas og tveimur börnum hennar Ariel og Kfir. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sak­ar Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in um grimmi­legt brot á vopna­hlés­samn­ing­um með því að hafa ekki af­hent lík Shiri Bibas í gær.

Ísra­elski her­inn til­kynnti Bibas-fjöl­skyld­unni að lík­in sem Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in af­hentu Rauða kross­in­um í gær hafi verið að börn­un­um Ariel og Kfir Bibas en þriðja líkið reynd­ist ekki vera af móður þeirra, Shiri Bibas.

„Við mun­um bregðast við af ákveðni til að koma Shiri heim ásamt öll­um okk­ar föng­um, bæði lif­andi og og látn­um, og tryggja að Ham­as greiði fullt verð fyr­ir þetta grimmi­lega brot á samn­ing­um,“ seg­ir Net­anja­hú í yf­ir­lýs­ingu.

„Á ólýs­an­lega tor­trygg­inn hátt skilaði Ham­as Shiri ekki til litlu barn­anna sinna, litlu engl­anna, held­ur settu lík konu frá Gasa í kist­una. Grimmd Ham­as-skrímsl­anna á sér eng­in tak­mörk,“ seg­ir ísra­elski for­sæt­is­ráðherr­ann enn frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert