Lík Shiri Bibas komið til Ísrael

Lík Shiri Bibas var í dag afhent í Ísrael.
Lík Shiri Bibas var í dag afhent í Ísrael. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fjöl­skylda Shiri Bibas greindi frá því í dag að lík, sem af­hent var í Ísra­el í gær, sé henn­ar. 

Þá hafði ísra­elski her­inn í gær til­kynnt að annað lík sem var fyrst af­hent ásamt líkj­um tveggja barna henn­ar á fimmtu­dags­morg­un væri ekki af Shiri. 

Kom­in heim til hvíld­ar

Ísra­elska kibb­ut­sam­fé­lagið Nir Oz til­kynnti fyrr í dag um and­lát henn­ar, eft­ir að Alþjóðlegi Rauði Kross­inn sagði að fleiri lík hefðu verið af­hent ísra­elsk­um fyr­ir­völd­um án þess að greina frá því hverra lík­in væru. 

Fjöl­skylda Shiri gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem seg­ir: 

„Eft­ir auðkenn­ing­ar­ferlið hjá Rétt­ar­lækn­inga­stofn­un­inni feng­um við í morg­un þær frétt­ir sem við óttuðumst mest. Shiri okk­ar var myrt í haldi og er nú kom­in heim til sona sinna, eig­in­manns, syst­ur og allr­ar fjöl­skyldu sinn­ar til hvíld­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert